Free Essay

Skólastelpa

In:

Submitted By rurygs
Words 645
Pages 3
- "Matrix"
- Ég hugsa, þess vegna er ég til – Sjálfsvera – Subject
- Tvíhyggja - milli sálar og líkama
- Barátta góðs og ills
- Kenningar Descartes byggja á hugmyndum um tvíhyggju sem meðal annars snýst um hinn tvískpta heim, þann efnislega og hinn andlega. Hann setti sér að komast að einhverjum sannleik um tilvist okkar sem ómögulegt væri að efast um. Hann sagði sem svo að öll okkar tilvist, allir hlutir sem við sjáum og fáumst við gætu eins verið ein stór blekking. Allt sem ég upplifi gæti mig verið að dreyma, eða einhver hefði byrlað mér ofskynjunarlyf. Hins vegar mætti líka segja ef ég hef þessar hugsanir, eru þær þó eitthvað sem ég get verið viss um og staðfesti þar með tilvist mína.

Sú hugmynd Sókratesar að maðurinn skiptist í tvo ólíka og ósamrýmanlega hluta, þ.e. sál og líkama, kallast tvíhyggja. Almennt má segja um tvíhyggju að hún skipti hlutum sem skoða má sem eina heild, eins og manninum, í tvö ólík svið eða veruleika. Sviðin eru ólík vegna þess sem gerir þau að því sem þau eru er tvennt ólíkt. Með öðrum orðum má segja að þau séu ólík í eðli sínu. Þannig tilheyrir það að mati Sókratesar eðli sálarinnar að geta verið skynsöm, en ekki eðli líkamans, hans eðliseiginleikar séu til dæmis þeir að afla sér fæðu ls 48. Tvíhyggja er mikið notuð hugmynd í heimspeki og ekki bara um manninn heldur einnig um allan heiminn. Þannig er sú tvíhyggja algeng að heimurinn skiptist í annars vegar efnislegan veruleika og hins vegar andlegan veruleika, til dæmis hinn efnislega heim mannsins og hinn andlega veruleika guðanna. Tvíhyggja getur líka snúist um baráttu góðs og ills, að heimurinn sé tvískiptur í annars vegar gott og hins vegar illt, himnaríki og helvíti, sem takist á. Og líkt og Sókrates gerði er venjan að tengja annars vegar saman sálina, hið góða, andlega, guðdómlega og skynsama og hins vegar líkamann, hið illa, efnislega, hversdagslega og heimska. - Tíhyggjuhugmynd í þessum anda er einnig að finna hjá Réne Descartes (1596-1650) sem var uppi meira en 2000 árum á eftir Sókratesi.
Hann efaðist um allt jafnvel brauðið sem hann borðaði 49

Rök fyrir tvíhyggju eru eru auðvitað margvísleg, til dæmis þau sem kallast á ensku argument from religion og felast í því að ef maður hafnar tvíhyggju hljóti maður að hafna trúarbrögðum heimsins líka sem byggja flest á tvíhyggju. Þetta er reyndar ástæða til að vilja trúa á tvíhyggju frekar en rök fyrir henni. Sjálfsskoðunarrökin felast í því að þegar maður leiðir hugann að vitund sinni verði maður var við allt aðra hluti en eðlisfræðileg fyrirbæri. En þetta eru gölluð rök þar sem gert er ráð fyrir að sjálfsskoðun geti veitt okkur örugga vitneskju, að hún sýni okkur hlutina eins og þeir eru; en hvers vegna ætti hún að gera það frekar en önnur skynjun okkar? Íbyggni (intentionality) er stundum notuð sem rök fyrir tvíhyggju; flest andleg fyrirbæri hafa íbyggni þ.e. þau beinast að einhverju og þau fjalla um eitthvað. Þetta gildir almennt ekki um aðra hluti en þá sem við köllum andleg fyrirbæri. Finningum (qualia) er erfitt að gera grein fyrir efnislega. En finningar eru hráar upplifanir eins og t.d. það að sjá rautt, upplifun af rauðu. Rökin um ósmættanleika huglægra fyrirbæra ganga út á það að það sé ekki hægt að smætta öll huglæg fyrirbæri í efnisleg ferli, jafnvel þótt þau séu ef til vill orsökuð af efnislegum ferlum (þetta kveður t.d. kenning Donalds Davidsons á um, sem hann nefnir anomolous monism). Og að lokum vilja sumir meina að tvíhyggjan eigi að geta útskýrt fyrirbæri eins og fjarhrif, skyggnigáfu og hvað þetta heitir allt saman í dulspekinni. Íbyggnin, finningarnar og rökin um ósmættanleika huglægra fyrirbæra eru langtum sterkustu rökin fyrir tvíhyggjunni, í það minnsta af þeim sem ég hef nefnt.

http://www.hugi.is/heimspeki/greinar/35967/tvihyggja-um-likama-og-sal-helstu-utgafur-og-rok/

Similar Documents